top of page
063 (2)
Garðar-23

Velkomin í 

GARÐAHVERFI

Lifandi verndarsvæði í byggð

Friðsæld og tíminn

01

FRIÐSÆLD OG TÍMINN

Garðahverfið er einstakt á margan hátt. Þrátt fyrir legu sína nánast á miðju höfuðborgarsvæðinu hefur byggðin staðið nær óbreytt um langt skeið.


Byggðarmynstrið og sýnilegar minjar um eldri byggð og landnýtingu bera vitni um gamla tíma. Þróun lands og lífríkis má einnig lesa út úr jarðfræði og landslagseinkennum. Garðahverfið er í vari frá annarri byggð og fallegt útsýni er þaðan til suðurs yfir Faxaflóann. Garðakirkja og kirkjugarðurinn ljá svæðinu ákveðna ró sem fuglasöngur og sjávarniður styrkja.

    Work    

SÉRSTAÐA

Sérstaða Garðahverfisns er mikil, bæði þegar kemur að sögu og náttúru svæðisins.

HEIMILIÐ

Garðahverfið er fallegur staður fyrir framtíðarbúsetu. Fyrirhuguð uppbygging er í samræmi við sérstöðu svæðisins.

ÚTIVIST

Garðahverfið er kjörið til útivistar. Þar hafa verið skilgreindar þrjár söguleiðir sem verða festar í sessi.

ABOUT

SAGA KYNSLÓÐANNA

Garðahverfið er lifandi staður sem segir sögu horfinna kynslóða og tengir hana við nútíð og framtíð.

 

Byggðin ber yfirbragð hjáleigubyggðar með langa sögu og endurspeglar að einhverju leiti það byggðamynstur sem einkenndi höfuðborgarsvæðið fyrir borgvæðingu þess. Þessi umgjörð skapar menningarlandslag svæðisins sem hefur greinilega sérstöðu.

02

EINSTAKT 

MENNINGARLANDSLAG

ÞAR SEM ÞRÓUN OG VERNDUN VINNUR SAMAN

Sérstaða Garðahverfis er rík. Þar eru óvenjumargar minjar á litlu svæði, einkum tóftir af bæjarstæðum, brunnar og grjóthlaðnir garðar eða gerði sem voru einkennandi fyrir byggðina. Það má leiða líkur að því að Garðar séu síðasta óraskaða landbúnaðarsvæðið á öllu höfuðborgarsvæðinu og að þar sé að finna merkustu minjar á Suðvesturlandi um hjáleigubyggð og þó víðar væri leitað. Náttúra og landslag svæðisins segir einnig sína sögu.

Deliskipulag Garðahverfis snýst um að verndun og þróun svæðisins vinni saman. Garðahverfið er einng skilgreint sem verndarsvæði í byggð.

03

ÞRÓUN LANDS OG LÍFRÍKIS

Í Garðahverfi er hægt að lesa jarðsögu, landmótun og þróun lífríkis út úr umhverfinu.

Eldvirkni, jöklar, sjór, vatn og vindur hafa mótað jarðgrunn, berggrunn og vatnafar í Garðahverfi síðustu árþúsundir. Þess sjást merki í fjölbreyttu landslagi, gróðurfari og fuglalífi. Þarna má sjá gömul hraunlög, eldhraun, jökulrákaðar klappir, fornar strandlínur sjávar, flóa, mýrar, tjarnir, kamba, sjávarbakka, graslendi og holtaland við sjávarströnd, sem myndar grunninn að búsetulandslaginu með grónum túnum og trjálundum. Fuglalífið
nýtur góðs af og er óvenju fjölskrúðugt.

GALLERY
!
bottom of page