top of page
NÁTTÚRULEIÐ
BYGGÐARLEIÐ
MINNINGALEIÐ
Má miðla sérstöðu Garðahverfis án þess að það breytist í minjasafn með aragrúa fræðsluskilta?

 

Sérstaða Garðahverfis er rík. Þar eru óvenjumargar minjar á litlu svæði, einkum tóftir af bæjarstæðum, brunnar og grjóthlaðnir garðar eða gerði sem voru einkennandi fyrir byggðina. Það má leiða líkur að því að Garðar séu síðasta óraskaða landbúnaðarsvæðið á öllu höfuðborgarsvæðinu og að þar sé að finna merkustu minjar á Suðvesturlandi um hjáleigubyggð og þó víðar væri leitað. Náttúra og landslag svæðisins segir einnig sína sögu. 

 

Er mögulegt að miðla slíkri sögu til notenda svæðisins? Þegar við erum í ókunnugu umhverfi þurfum við leiðsögn því minjar sem kunna að vera sýnilegar þjálfuðu auga fara auðveldlega framhjá leikmanninum. Með markvissri túlkun og miðlun má miðla til notenda menningararfleifð og þróun lands og lífríkis í gegnum milljónir ára. 

Leitað verður leiða til að miðla sérstöðu þannig að upplifun styrkist samhliða.

Miðlun á sögu og náttúru

SÖGULEIÐIR

Hægt verður að fara um ákveðnar leiðir Í Garðahverfi og æja á skjólsælum stöðum þar sem fylgjast má með lífríkinu, sjá merki um búsetu fyrri tíma og njóta friðsældar.

Þematengd túlkun og miðlun styrkir upplifun fólks

 

Í Garðahverfi er fjöldi tækifæra til að auðga upplifun gesta af svæðinu. Sé horft sérstaklega á tækifæri til landslesturs býður það upp á möguleika á túlkun gegnum ýmis þemu. Þemu hjálpa notendum að upplifa svæðið því þau eru eftirminnilegri en ótengdar staðreyndir. Með túlkun og miðlun eykst upplifun notenda af svæðinu og styrkir tengsl þeirra við það. Aukin meðvitund, skilningur og velþóknun gagnvart svæðinu opnar möguleika á markvissri markmiðasetningu og stjórnun. 

 

Leiðir til þemabundinnar túlkunar eru margvíslegar og auðveldar að innleiða í áföngum. Sem dæmi má nefna: 

  • Munnleg í gegnum leiðsögn eða snjallsögumann t.d. snjallsíma, spjaldtölvu eða annað slíkt.

  • Skriflega í gegnum skilti, kort eða bæklinga

  • Miðlun í gegnum listaverk, hönnun t.d. áfangastaða eða aðra atburði.

  • Rafræn í gegnum internetið og gagnagrunn, aðgengileg af snjallsíma og spjaldtölvu.

Miðlun sögu Garðahverfis 

 

Deiliskipulagsvinna Garðahverfisins miðaði að því að styrkja það sem svæði kyrrðar og útivistar, þar sem hægt er að rýna í sögu lands og mannlífs um leið og búseta á svæðinu er styrkt. Búseta í Garðahverfi er grundvöllur þess að viðhalda sögu svæðisins og yfirbragði. Leiðin sem valin var til að miðla sögunni og auðvelda skilning á Garðahverfi er svokölluð þematengd náttúru- og menningartúlkun. Valin voru þrjú þemu sem ætlað er að túlka svæðið og nýtast til afþreyingar og fræðslu. Þemun taka til náttúru, sögu og minninga.

 

Notast er við þrjár meginaðferðir til túlkunar á þessum þemum: 

  • Gönguleiðir leiða gesti um svæðið á milli áfangastaða. 

  • Áfangastaðir eru þar sem er gott að staldra við og færi gefst á að benda gestum á markverða þætti í umhverfinu. 

  • Tengipunktar þar sem notendur koma inn á svæðið, með upplýsingum um hvað þarna er að finna og hvað hægt er að gera á svæðinu.

bottom of page