top of page

VERNDARSVÆÐI Í BYGGÐ

Sögulegt umhverfi og náttúruríkt eins og í Garðahverfi getur haft bæði félagslegt og efnahagslegt gildi fyrir íbúa og gesti og aukið lífsgæði samfélagsins. 

Lög um „verndarsvæði í byggð“ gera svæðum sem hafa merkilega sögulega byggð eins og Garðahverfi, kleift að fá „staðfestingu“ þar um frá mennta- og menningarmálaráðherra. Ráðherra staðfestir þá einnig að uppbyggingaráform stuðli að vernd og varðveislu í anda sérstöðunnar. 

Garðabær vinnur nú að því að Garðahverfi verði „verndarsvæði í byggð.


Núgildandi deiliskipulag Garðahverfis tryggir uppbyggingu í sátt við verndun og breytir staðfesting ráðherra engu þar um. 

Lög um að verndarsvæði í byggð eru nr. 87/2015 og
reglugerð nr. 575/2016.

Hvað er verndarsvæði í byggð?

Hvernig er ferlið?

Unnin hefur verið tillaga að gerð Gaðahverfis að verndarsvæði í byggð. Ráðgjafafyrirtækið Alta vann tillöguna en þau höfðu einnig umsjón með Deiliskipulagi Garðahverfis.

 

Tillagan var auglýst og gefinn frestur frá 24. apríl til og með 6. júní 2017 til að koma á framfæri ábendingum. 3. maí bauð bæjarstjóri til íbúafundar á Garðaholti þar sem farið var nánar yfir hvað verndarsvæði í byggð er og hvaða þýðingu það hafi fyrir Garðahverfi og íbúa.

Þann 24. október undirritaði Mennta- og menningarmálaráðherra svo skjal sem staðfesti tillögu bæjarstjórnar í Garðabæ um að gera Garðahverfi á Álftanesi að verndarsvæði í byggð. 

Tillaga að verndarsvæði í byggð

 

Tilnefning Garðahverfis mun vekja athygli á sérstöðu hverfisins, stuðla að fegrun þess og farsælli framtíðarþróun. Jafnframt mun aðstaða til útivistar batna með bættri aðkomu og lagningu útivistarstíga eins og lagt var upp með í deiliskipulaginu. Tilnefningin er í fullu samræmi við núverandi deiliskipulag og því engin stefnubreyting, en mun gefa verndargildi staðarins meira vægi og skýra sérstöðu þess.

Nánari skilgreiningu á verndarsvæði í byggð er að finna í lögum nr. 87/2015 og tilheyrandi reglugerð nr. 575/2016. Í lögunum er „verndarsvæði í byggð“ skilgreint sem „Afmörkuð byggð með varðveislugildi sem nýtur verndar samkvæmt ákvörðun [mennta- og menningarmála] ráðherra á grundvelli laga þessara.“

 

Með umsókninni vill Garðabær festa verndun Garðahverfis í sessi en deiliskipulag svæðisins, sem samþykkt var 21.11.2013, stefnir að slíkri vernd.

Í deiliskipulaginu er framtíðarsýn sem tekur mið af mikilvægi Garðahverfis sem kirkju- og menningarstaðar. Markmið deiliskipulagsins miða að því að viðhalda og styrkja byggð á svæðinu sem er í anda gamla byggðarmynstursins. Þannig setur deiliskipulagið skilmála fyrir mannvirkjagerð og landslagsmótun sem tryggja verndun byggðarmynsturs, minja og landslags. Með skipulagi stígakerfis og áningarstaða er auðveldað að njóta útivistar á svæðinu og komast um leið í náin tengsl við sögu og náttúru.

bottom of page